
Við þökkum fyrir frábæran viðburð í gær þar sem Baddý Sonja, framkvæmdastjóri 1xINTERNET var með áhugaverða kynningu á uppbyggingu fyrirtækisins á Spáni og tækifæri og áskoranir í þeim efnum. Einnig kynnti Esjaspirits.is vín sem þau flytja inn frá Spáni ásamt Old Islandia gininu sem þau framleiða í Reykjavík og flytja út m.a. til Spánar. Skemmtilegar samræður sköpuðust í kjölfarið á kynningunum á meðan gestir gæddu sér á spænskum veitingum frá La Barceloneta veitingahúsinu.
Fleiri myndir frá viðburðinum er hægt að skoða á facebook síðu Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins með því að smella hér.
Stjórn SPÍS