Spænsk-íslenska viðskiptaráðið býður til opins fundar þann 15.maí kl. 17-19 í HYL í húsi Samtaka Atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Baddý Sonja Breidert, framkvæmdastjóri 1xINTERNET, mun deila reynslu sinni af því að byggja upp tæknifyrirtæki á suður Spáni. 1xINTERNET býður uppá stafrænar lausnir fyrir fyrirtæki og var stofnað fyrir 10 árum síðan. í dag er fyrirtækið með starfsstöðvar í 12 löndum í Evrópu og 85 Drupal sérfræðinga á sínum snærum.
Einnig mun Esja Spirits, sem er nýr aðildarfélagi í Spænsk-íslenska viðskiptaráðinu, vera með kynningu á sinni gæðaframleiðslu.
Ekki missa af þessu skemmtilega tækifæri til þess að fræðast um viðskiptaumhverfi fyrir tæknifyrirtæki á Spáni og uppgötva jafnvel ný tækifæri um leið.
Léttar veitingar í boði 1xINTERNET.
Frítt er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir þann 14.maí MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR.
Hlökkum til að sjá sem flest!
Stjórn SPÍS