Spargel Abend var haldið í einkar fallegu veðri í Nauthól

 

Í fallega veðrinu þann 30. apríl síðastliðinn fögnuðu meðlimir í Þýsk-íslenska viðskiptaráðinu og gestir þeirra vorinu með Spargel-Abend á Nauthól.  Uppselt var á viðburðinn og því húsfyllli á Nauthól.

Kvöldið hófst á Jäger Mule fordrykk úti í sólinni í boði Ölgerðarinnar undir ljúfum tónum tónlistarmannanna Sölva Kolbeinssonar sem spilar á saxafón og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.

Helga Braga fór á kostum sem veislustjóri enda af þýskum ættum og á nokkra óborganlega þýska “karaktera” sem skemmtu gestum.  Helgi Björnsson átti frábæra innkomu og tók skemmtileg lög fyrir gesti við undirleik Stefáns Magnússonar.  Spergillinn spilaði að sjálfsögðu stórt hlutverk í matseðli kvöldsins.

Eins og myndirnar gefa til kynna var frábær stemmning á Nauthól í gær. Hægt er að skoða fleiri myndir á facebook síðu Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins með því að smella hér.

Stjórn Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins þakkar gestum fyrir komuna og er þegar farin að hlakka til Spargel-Abend vorið 2025.

Ljósmyndari: Hulda Margrét Ólafsdóttir.

Starfsfólk Millilandaráðanna tóku einnig nokkrar myndir.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100