Bragð af Ítalíu í miðborginni – Skráning hafin

 

Þriðjudaginn 16.apríl efnir Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið til matarrölts í miðborg Reykjavíkur kl. 17-19.

Farið verður á veitingastaði sem eru með tengingar við Ítalíu á einn eða annan hátt og á hverjum stað fær göngufólk vínglas og eitthvað gott til að smakka. Einnig verður óvænt skemmtistopp á leiðinni. Stjórn ÍTÍS sér um fararstjórn göngunnar og segir skemmtilegar reynslusögur frá Ítalíu.

M.a verður stoppað á veitingahúsunum: Hornið, Enoteca og Duck and Rose.

Verð á manninn er 12.000kr og 10.000kr fyrir aðildarfélaga ÍTÍS

Skráning fyrir 14.apríl með því að smella hér.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100