Opinn hádegisfundur Dansk Íslenska viðskiptaráðsins þann 28.febrúar
Dansk-íslenska viðskiptaráðið býður í smørrebrød og spjall með Boga Ágústssyni á Mathúsinu Garðabæ, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12-13:30.
Nýlega urðu valdaskipti í Danmörku þegar Margrét Þórhildur drottning ákvað að stíga til hliðar og afsala sér krúnunni til sonar síns, Friðriks, rúmlega hálfri öld eftir að hún var krýnd sem drottning. Margrét er að margra mati litríkur persónuleiki og mun Bogi Ágústsson fara yfir feril hennar á þessum merku tímamótum, hvort líklegt sé að breytingar séu í farvatninu og möguleg áhrif valdaskiptanna á stjórnmál í Danmörku.
Mathúsið hefur sett saman spennandi matseðil fyrir Dansk-íslenska viðskiptaráðið og býður gestum upp á smørrebrød þrennu með rækjum & eggjum, lifrakæfu & rauðbeðu og rauðsprettu & remúlaði. Í eftirrétt er heimalöguð marsípan eplakaka með ís.
Verð fyrir máltíðina er 7.500 kr. og greiðist á staðnum.