Vetraraperitivo verður haldinn 15.febrúar í Grósku!
Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið í samstarfi við Íslandsstofu og Innnes heildverslun býður aðildarfélögum og gestum til vetraraperitivo.
Gestum býðst leiðsögn um sýningu Grænvangs í Grósku auk þess sem fagstjóri Sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu heldur erindi um markaðssetningu á íslenskum saltfiski á Ítalíu. Að lokum munu ítalskir tónar hljóma ásamt því að vínþjónn frá Innnes kynnir ljúffeng ítölsk vín.
Komdu og nýttu frábært tækifæri til þess að víkka út tengslanetið og um leið njóta suðrænnar stemmningar.
Öll velkomin en skrá þarf þátttöku fyrir 13. febrúar með því að SMELLA HÉR.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Hvar: Íslandsstofu í Grósku 4.hæð Hvenær: Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17:00-19:00
Til þess að gerast aðildarfélagi í Ítalsk-íslenska viðskiptaráðinu þarf að fylla út formið GERAST FÉLAGIhér á heimasíðunni.