Bókið núna í sendinefnd AMÍS til Seattle

 

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið fer með viðskiptasendinefnd til Seattle í maí og mun Utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, fara fyrir sendinefndinni.

Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að heimsækja leiðandi fyrirtæki og fræðast um stöðu og horfur í þessu mikilvæga hagkerfi sem og á þessum mikilvæga útflutningsmarkaði.

Viðskiptasendinefndin mun heimsækja áhugaverð fyrirtæki eins og t.d. Amazon, American Seafoods, Boeing, Expedia og Microsoft. Ítarlegri dagskrá verður send út síðar.

Þátttökugjald er kr. 85.000 fyrir félagsmenn AMIS og kr. 40.000 fyrir maka. Innifalið í gjaldi er hádegis- og kvöldverðir báða dagana, akstur sem tekur mið af dagskránni og annað sem fellur til við dagskrárhluta. Makar geta einnig tekið eingöngu þátt í kvölddagskrá og verðið fyrir það er kr. 25.000.

Búið er að taka frá herbergi á Kimpton Palladian hotel. Gistingin kostar USD 249 auk skatta. Morgunverður er ekki innifalinn í verði. Athugið að hver og einn bókar sitt hótel og takmarkaður fjöldi herbergja er í boði. Bókunarhlekkur fyrir hótelið verður sendur í framhaldi af skráningu og greiðslu þátttökugjalds.

Þátttakendur bóka sitt eigið flug eftir hentugleika, en dagskrá AMÍS er miðvikudaginn 22. maí og fimmtudaginn 23. maí.

Vinsamlega veitið því athygli að ferðin er aðeins ætluð fyrir félagsfólk Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. 

Hægt er að skrá sig sem aðildarfélaga í Amerísk-íslenska viðskiptaráðið með því að smella hér.

SKRÁNINGARFORM FYRIR SEATTLE FERÐ HÉR.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu AMIS (bilateral@chamber.is) og hjá Stellu Stefánsdóttur  (stella@chamber.is). 

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100