AMIS bryddaði uppá nýjung í dag og hélt Þakkargjörðina hátíðlega í samstarfi við Mathús Garðabæjar. Að sjálfsögðu var kalkúnn með öllu tilheyrandi á matseðlinum og Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill, fór yfir stöðuna í stjórnmálum í USA í dag. Friðjón talaði m.a. um komandi forsetakosningar og þá staðreynd að mögulegur næsti forseti gæti setið í steininum þegar hann verður kosinn!
Mæting var góð og augljóst að áhugi á bandarískum stjórnmálum og góðri þakkargjörðarmáltíð er mikill.
AMIS þakkar Mathúsinu samstarfið og þeim sem mættu fyrir komuna.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá viðburðinum á facebook síðu AMIS með því að smella hér.