The Future of Transportation – Tickets are out now

Árleg ráðstefna Millilandaráðanna – The future of transportation, verður 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 14 til 17.

Á ráðstefnunni verður leitast við að skyggnast inn í framtíðina í samgöngum og flutningum með framúrskarandi sérfræðingum á þessum sviðum. Á ráðstefnunni tala m.a. yfirmaður þróunar hugbúnaðar og gervigreindar í ökutæki hjá NVIDIA sem er eitt fremsta fyrirtæki veraldar í þróun gervigreindar og flugvélaframleiðandanum AIRBUS.

Skilvirkni samgangna og flutninga eru mikilvæg forsenda alþjóðlegra viðskipta og lífsskilyrða Íslendinga. Allt frá daglegum ferðum til og frá vinnu, ferðalögum og ferðaþjónustu - til skilvirkni alþjóðlegra aðfangakeðja. Stór hluti íslenskra fyrirtækja er mjög háður flutningum og samgöngum og leggur ofurkapp á lágmörkun kostnaðar og skilvirkni aðfangakeðja sinna. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Hröð þróun, jafnvel kúvendingar gætu verið rétt handan við hornið.

Fyrirlesarar þekkja vel til þróunar ökutækja, skipa, flugvéla, samgangna og aðfangakeðja og hvernig á að kortleggja framtíðina á þessum sviðum. Fram koma:

Ralf Herrtwich, Senior Director Automotive Software hjá NVIDIA mun fjalla ökutæki framtíðarinnar. Í erindi sínu, How Software and Artificial Intelligence Transform the Car, mun hann velta upp áhugaverðum spurningum eins og t.d. hvernig er gervigreind að breyta bílum og mun ChatGPT skrifa hugbúnað fyrir bíla í framtíðinni? Ralf og hans teymi vinnur m.a. að þróun hugbúnaðar og gervigreindar fyrir bifreiðar Mercedes Benz, Jaguar og Land Rover.  Um NVIDIA

Yadine Laviolette, Environment & sustainability marketing manager hjá AIRBUS flytur erindið, Airbus sustainability roadmap. Flugvélaframleiðendur leggja nú mikla áherslu á að endurhugsa framtíðina út frá sjálfbærni. Yadine mun ræða um hvernig markmið um kolefnisjöfnuð í flugi þrýsta á örar breytingar í flugiðnaðinum og hvaða leiðir eru í boði. Íslendingar eru mjög háðir flugsamgöngum og snertir þetta viðfangsefni því jafnt einstaklinga og fyrirtæki, ekki síst í ferðaþjónustu.

Framtíðarsinninn og rithöfundurinn, Anne Lise Kjær, hjá Kjær Global mun fjalla um framtíðarstrauma og hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér „framtíðaráttavita“ til að horfa til framtíðar.

Kristinn Aspelund, stofnandi og framkvæmdastjóri Ankeri flytur erindið, Sustainable shipping driven by digitalization, sem fjallar um framtíð og áskoranir í skipaflutningum.

Aðalheiður Pálmadóttir, Vice President of Business Development hjá Controlant flytur erindið, The future of pharma supply chains, sem fjallar um framþróun alþjóðlegra aðfangakeðja frá sjónarhorni lyfjageirans.

Loks fjalla Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri HOPP um framtíð samgangna í borgum. Erindi Daviðs ber titilinn Borgarlínan – A New Public Transport System for Greater Reykjavik.

Á eftir erindum munu Ralf Herrtwick, Yadine Laviolette, Anne Lise Kjær, Davíð Þorláksson og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson ræða framtíð samgangna og flutninga í panel undir stjórn Þóru Arnórsdóttur forstöðumanns samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, en Þóra er jafnframt fundarstjóri á ráðstefnunni.

Miðasala er á Tix.is SMELLIÐ HÉR TIL AÐ KAUPA MIÐA

DAGSKRÁ:

14:00    Long-termism & Deep Sustainable Development – a 4P outlook. 

              Anne Lise Kjær, futurist, author, and founder of Kjaer Global Ltd.

14:25    Sustainable shipping driven by digitalization.

              Kristinn Aspelund, CEO and co-founder, Ankeri.

14:45    Airbus sustainability roadmap.

              Yadine Laviolette, Environment & sustainability marketing manager, Airbus.

15:05    The future of pharma supply chains.

              Aðalheiður Pálmadóttir, President of business development, Controlant.

15:25    Hlé

15:40    Borgarlínan – A New Public Transport System for Greater Reykjavik.

              Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Betri samgöngum.

16:00    How Software and Artificial Intelligence Transform the Car.

              Ralf Herrtwich, Senior director automotive software, NVIDIA.

16:20    Shared mobility as infrastructure free public transit in smaller cities.

              Ægir Þorsteinsson, co-founder, HOPP.

16:30    Þóra Arnórsdottir, stýrir panel.

Anne Lise Kjær, Ralf Herrtwich, Yadine Laviolette, Davíð Þorláksson og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson.

 

English:

The aim of the annual conference of The Bilateral Chambers of Commerce in Iceland is to address current issues and challenges in international businesses in relation to global business trends of the future. This year the spotlight will be on the future of transportation.

Mobility and transport matters to everybody. From the aspects of daily commuting to work, visiting families and friends, tourism to the functionality of global supply chains on land, sea and air, mobility and transport is an important enabler of global business and social life. Global and local mobility and transport sectors are facing unprecedented transformation.

Speakers will be Anne Lise Kjær, Kjær Global, a futurist and author who will discuss long-termism.

Dr Ralf G. Herrtwich, NVIDIA, Senior Director of AI and software development for automobile Europe. He will discuss how software and AI change will not only change vehicle functionality, but also business models in the automotive industry? He will also address whether ChatGPT will write the automotive software of the future? He and his team currently take the next generation of vehicle automation to production for companies such as Mercedes-Benz, Jaguar and Land Rover.

Yadine Laviolette, Environment & sustainability marketing manager at AIRBUS will discuss the future roadmap for Airbus. The future of aviation is being envisioned through the lens of sustainability and to achieve its decarbonisation goals, the aerospace industry will need to rapidly transform. What are the options?

Kristinn Aspelund, Ankeri, CEO and co-founder will discuss future aspects of the maritime industry focusing on sustainable shipping driven by digitalization.

Adalheidur Palmadottir, Vice President of Business Development at Controlant will discuss future perspectives of global supply chains.

Davíð Þorláksson General manager of Transport for the Capital Area and Eythor Steinarsson, CEO and founder of HOPP will discuss their future perspectives of urban transportation. Davið will focus on Borgarlínan – A New Public Transport System for Greater Reykjavik.

Tickets are sold on TIX: CLICK HERE TO BUY TICKETS

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100