Japansk-íslenska viðskiptaráðið boðar til ársfundar miðvikudaginn 6. desember 2023, kl. 15:00. Aðalfundurinn verður haldinn í sendiráðsbústað sendiherra Japans á Íslandi að Brekkugerði 8, 108 Reykjavik.
Dagskrá aðalfundar verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins sem hér segir:
Skýrsla stjórnar
Kosning formanns
Kosning stjórnarmanna
Yfirferð yfir fjárhag ársins í samræmi við innheimt árgjöld
Kynning á fjárhagsáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
Breytingar á samþykktum
Önnur mál
Á fundinum mun sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, bjóða gesti velkomna. Pálmar Kristmundsson arkitekt hjá PK arkitektum mun flytja erindið Fyrir & eftir // Before & after. Pálmar lærði arkitektúr í Århús og Tokyo Japan og mun ræða um vinnu sína í Japan.Eftir að dagskrá lýkur er aðildarfélögum JAÍS boðið til móttöku í sendiráðsbústaðnum.
Stjórn