Sex íslensk upplýsingatæknifyrirtæki taka þátt í ráðstefnu í franska þinginu 29. september nk. Markmiðið er að leiða saman opinbera aðila frá Frakklandi og Íslandi og fyrirtæki frá löndunum tveimur sem sérhæfa sig í hugbúnaðarlausnum fyrir opinbera geirann.
Patrick Sigurðsson varaformaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS) segir Frakka vilja læra af Íslendingum. Við séum komin mun lengra en Frakkar í stafvæðingu opinberrar þjónustu. Patrick vonast til að viðskiptasambönd verði til milli íslenskra og franskra fyrirtækja á fundinum.
Auk franskra fyrirtækja verða þingmenn og ráðherrar viðstaddir fundinn og ýmsir aðrir úr stjórnkerfinu. Unnur Orradottir Ramette sendiherra tekur einnig til máls. Íslensku fyrirtækin eru Origo, Aranja, Andes, Júní, Hugsmiðjan og Norda. Auk þess mun fulltrúi Stafræns Íslands taka þátt.
Morgunblaðið birti frétt um ráðstefnuna Digitalization of the Public Sector