Ítalskur aperitivo í gamla Landsbankanum

Eins og flest vita er Landsbankinn að flytja höfuðstöðvar sínar úr þessu sögufræga húsi sem byggt er í ný-endurreisnarstíl en sá stíll á eimmitt uppruna sinn að rekja til 19.aldar Ítalíu. Því má segja að húsið sé byggt í ítölskum stíl!

Landsbankinn býður félögum í Ítalsk-íslenska viðskiptaráðinu í ítalskan aperitivo. Gestum býðst leiðsögn um hina fögru myndlist sem í húsinu er auk þess sem ítalskir tónar munu hljóma.

Öll velkomin en skrá þarf þátttöku fyrir  14. apríl með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

  • Hvar: Landsbankanum, Austurstræti 11 (gengið inn um innganginn í Austurstræti gegnt Vínbúðinni)
  • Hvenær: Þriðjudaginn 18. apríl klukkan 17:00-18:30

Camera de Commercio

Italo Islandese

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Contatto

mottaka@vi.is

Consigliere delegato :

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir

+354 510 7100