Kynningarferð fyrirtækja til Kanaríeyja

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið gefur íslenskum fyrirtækjum færi á að taka þátt í sendinefnd til Tenerife og Gran Canaria.

Veðursæld Kanaríeyja og góðar flugsamgöngur þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum en eyjarnar eru í miklum uppbyggingarfasa. Í samstarfi við ESB býður eyjaklasinn aðlaðandi skattaumhverfi (ZEC) fyrir fyrirtæki sem gerir þær fullkomnar fyrir þá sem vilja koma af stað verkefnum með stofnun útibúa eða nýrra fyrirtækja. Þá getur starfsemi á eyjunum nýst vel fyrir starfsfólk sem vill vinna fjarvinnu þaðan, hvort sem er tímabundið eða allt árið um kring. 

Með þátttöku í ferðinni gefst íslenskum fyrirtækjum einnig einstakt tækifæri til samstarfs á sviði stafrænnar og vistfræðilegrar þróunar í gegnum Next Generation EU auk þess sem boðið verður uppá tvær fyrirtækjaheimsóknir að eigin vali fyrir hvert fyrirtæki sem tekur þátt.

Ferðin er framhald af viðskiptaheimsóknum heimastjórnar Kanaríeyja og fulltrúa fyrirtækja á eyjunum til Íslands síðustu tvö ár. Heimastjórn Kanaríeyja hefur fylgst vel með íslenskum fyrirtækjum og hafa þau einlæglegan áhuga á að auka og efla viðskiptatengsl við Ísland enn frekar. 

Kostnaður við þátttöku í dagskránni er 700€ pr. fyrirtæki. Hver og einn þátttakandi sér um kostnað við flug og hótel. Spánsk-íslenska viðskiptaráðið hefur tekið frá hótelherbergi en flugmiðar til Kanaríeyja seljast hratt og því hvetjum við þátttakendur til að bóka þá sem fyrst. 

Nánari upplýsingar um dagskrá veitir Kristín Arna á skrifstofu millilandaráðanna á netfanginu kristin@chamber.is

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100

Close menu