Alþjóðadagur viðskiptalífsins 2022 – Frábær dagur

Alþjóðadagur viðskiptalífsins 2022 var haldinn á Hilton Reykjavik Nordica miðvikudaginn 9. nóvember. Yfirskriftin var "Welcome to the metaverse" en þar var sjónum beint að framtíð samfélagsmiðla og gervigreind (AI) og áhrif þeirra á viðskiptalíf, fjölmiðla og neytendahegðun. Ráðstefnan var vel heppnuð og mál manna að umfjöllunarefnið hefði verið mjög viðeigandi þar sem reynt var að útskýra notkunarmöguleika gervigreindar og framtíð tækninnar fyrir fyrirtæki m.a.

Erindi fluttu:

- Eva Ruza

- Finola McDonnell frá Financial Times

- George Bryant frá The Golin Group

- Rasmus Høgdall frá Meta

- Omar Karim

- Hilmar Gunnarsson frá Arkio

Eliza Reid forsetafrú var fundarstjóri og Baldvin Björn Haraldsson, formaður millilandaráðanna, stýrði pallborði og flutti lokaorð.

Myndir frá deginum má sjá á facebook síðu Millilandaráðanna  hér.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100