Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 17:00 bauð Arion banki og Amerísk-íslenska viðskiptaráðið til viðburðar í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19, þar sem Ragnar Jónasson rithöfundur spjallaði við Ólaf Jóhann Ólafssonum um það sem á daga Ólafs hefur drifið undanfarin ár.
Ólafur Jóhann lét af störfum sem aðstoðarforstjóri Time Warner fyrir nokkru og hefur að mestu lagt áherslu á ritstörf síðan þá. Nýjasta skáldsaga hans, Játning kom einmitt út í gær og nú standa einnig yfir tökur í London og í stúdíói hér á Íslandi á kvikmynd eftir bók Ólafs, Snertingu, sem Baltasar Kormákur leikstýrir.
Mikil og góð mæting var meðal félagsmenna AMIS og almenn ánægja með óformlegat spjall rithöfundanna.
Að viðburði loknum var boðið upp á léttar veitingar og fengu gestir tækifæri til að fá höfundana til að árita bækur sínar.