Uppselt á árlegt N.Y. steikarkvöld AMIS

Uppselt er á hið árlega N.Y. steikarkvöld Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins sem haldið verður laugardaginn 10. september.

Venju samkvæmt verður öllu til tjaldað í mat og drykk á Hilton Reykjavík Nordica auk þess sem dagskráin er ekki af verri endanum.

Við hefjum kvöldið kl. 19:00 á fordrykk í boði Ölgerðarinnar áður en gestir setjast og snæða þriggja rétta hátíðarkvöldverð kl. 19:30 að hætti matreiðslumeistara Hilton.

Matseðill kvöldsins
- Nauta carpaccio með klettasalati, piparrót, pikkluðu grænmeti og reyktum Tind.
- Heilsteikt nautalund framreidd með bakaðri kartöflu, broccolini, steiktum sveppum og bérnaise.
- „Sticky toffee“  framreidd með heimalöguðum ís og berjum.

Í ár mætir brakandi ferskur leynigestur auk þess sem Herra Hnetusmjör stígur á stokk og hitar upp dansgólfið fyrir Bandmenn sem loka kvöldinu ásamt Regínu Ósk.

Veislustjórar eru Þuríður Blær & Guðmundur Felixsson.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100