Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Washington DC í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Washington DC.
Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun fara fyrir sendinefndinni.
Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í þessu mikilvægasta hagkerfi heims sem og okkar mikilvægasta útflutningsmarkaði.
Við munum meðal annars heimsækja Oppenheimer & Co, World Bank (Aþjóðabankann), og íslenska fyrirtækið Kericis auk þess að sækja ráðstefnuna Our Climate Future sem Íslandsstofa og Grænvangur standa fyrir í samvinnu við sendiráð Íslands og Atlantic Council.
- Þátttökugjald er kr. 70.000 fyrir félagsmenn AMIS og kr. 20.000 fyrir maka. Innifalið í gjaldi er hádegisverður báða dagana, kvöldverður síðari daginn, akstur sem tekur mið af dagskránni og annað sem fellur til við dagskrárhluta.
- Hver og einn bókar sitt eigið flug eftir hentugleika, en dagskrá AMIS hefst miðvikudaginn 21. september og lýkur seinnipart fimmtudags 22. september.
- Hver og einn bókar sitt hótel en við eigum frátekin herbergi á Melrose Georgetown Hotel fyrir okkar þátttakendur. Hlekkur verður sendur í framhaldi af skráningu og greiðslu þátttökugjalds.
Vinsamlega veitið því athygli að ferðin er aðeins fyrir félagsmenn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og að takmarkaður sætafjöldi er í boði.