Bresk-íslenska viðskiptaráðið, Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins standa fyrir heimsóknum, tengslamyndun og fræðslu um sókn á breska markaðinn í samvinnu við sendiráð Íslands í London fyrir "Health & Wellness Sector"
Dagskrá er skipulögð í samstarfi við breska ráðgjafa sem hafa áralanga reynslu af breska smásölumarkaðnum
5. október - B2B viðburður í sendiráði Íslands í London
15:00-16:00
Þátttakendur kynna fyrirtæki sín fyrir innkaupaaðilum og fjárfestum úr bresku viðskiptalífi.
16:00-17:00
Sérsniðnir fundir fyrir þitt fyrirtæki (B2B) sem verða ákveðnir fyrir fram í samráði við þig.
17:00-18:00
Drykkur í boði sendiherra Íslands í London.
6. október - Fræðsla um breska smásölumarkaðinn
09:00-12:00
Stjórnendur og sérfræðingar leiðandi sérverslunar í miðborginni bjóða þátttakendum í heimsókn.
12:00-14:00
Alvogen býður þátttakendum í hádegisverð samhliða því að segja frá sinni sögu og framtíðarsýn í alþjóðlegu umhverfi.
14:00-17:00
Dagskrá í sendiráði Íslands þar sem fram fer kynning á markaðstækifærum. Sölustjórar, dreifingaraðilar og aðrir sem koma að fjárfestingum í „Health & Wellness“ geiranum verða með framsögur. Einnig hafa fyrirtækin tækifæri á að bjóða sjálf aðilum sem þau kunna að vera í samskiptum við til fundar í sendiráðinu.
Dagskráin er fyrir félagsmenn í Bresk-íslenska og er þátttökugjald er 75.000 isk.
Lokafrestur til að skrá þátttöku er f.h. miðvikudaginn 1. september n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Lilja: sigrun@chamber.is
Hver og einn sér um að bóka sitt flug og hótel eftir hentugleika.