Morgunfundur um dönsku leiðina

Dansk-íslenska viðskiptaráðið bauð til morgunfundar um dönsku leiðina með lífrænt ræktaðar vörur þann 18. maí í Borgartúni 35. Pernille Bundgaard frá Organic Denmark greindi frá aðferðafræði að baki dönsku leiðarinna og hvaða áhrif danska Ø-kynslóðin hefur í dag.

Fram kom í máli Pernillu að einstaka Ø-merki hefur verið mikilvægt fyrir þann víðtæka árangur sem lífræn matvæli hafa náð í Danmörku og þær vörur sem bera rauða lífræna táknið njóta mikils trausts neytenda á danska matvörumarkaðnum.

Árið 1987 var Danmörk fyrsta landið í heiminum til að innleiða opinbert eftirlitskerfi með lífrænum matvörum. Danska leiðin er einstak dæmi um samvinnu bænda og fyrirtækja sem framleiða lífrænar afurðir. Hin opinberu samtök Organic Denmark tryggja síðan eftirlit með framleiðslunni og annast um leið markaðsstarf sem hefur haft þann árangur að rauða lífræna vörumerkið er það vörumerki í Danmörku sem neytendur treysta hvað best.

Hægt er að sjá myndir frá fundinum hér.

Dansk-íslenska

viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100