Spargelabend, vorhátíð Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins

Spargelabend, vorgleði Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins verður á Sjálandi laugardaginn 30. apríl n.k.

Fordrykkur í boði Ölgerðarinnar hefst kl. 18:00 undir ljúfum jazztónum Steina Sax og DJ Benna.

Þýskaland, vorboðinn og aspas spila lykilhlutverk í einstökum 3ja rétta matseðli sem matreiðslumeistarar Sjálands hafa sett saman af einstakri snilld.    

Forréttur:
Grillaður hvítur aspas, stökkur tindur, hrogn og ostasósa. 

Aðalréttur:
Schnitzel, grænn aspas, súrkál, morellur, steinselja, stökkar kartöflur. 

Eftirréttur:
Apfelstrudel með dassi af vorgleði.

Létt og skemmtileg dagskrá með Eyþóri Inga og vinum, hinni kraftmiklu Bryndísi Ásmunds og DJ Steinari Fjeldsted sem heldur uppi fjöri inn í bjarta vornóttina.

Einungis eru seld 10 manna borð til félagsmanna Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Verð pr. mann er 19.900 kr. og hægt er að bóka borð hér að neðan:

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100