Opinn fundur um gerð framkvæmdaáætlunar fyrir stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri 31. mars, 8:30-16:00.
Ný stefna Íslands í málefnum norðurslóða var samþykkt með þingsályktun á Alþingi 19. maí 2021. Í stefnunni er kveðið á um að utanríkisráðherra móti áætlun um framkvæmd norðurslóðastefnunnar í samráði við aðra hlutaðeigandi ráðherra og er fundurinn liður í því ferli. Í framhaldi af fundinum gefst áhugasömum jafnframt kostur á að taka þátt í starfi þemahópa sem munu fjalla um afmarkaða liði stefnunnar og skila tillögum til utanríkisráðuneytis Íslands. Þátttaka um fjarfund verður möguleg.
Dagskrá:
08:30 – 09:00 Skráning og morgunkaffi
09:00 – 09:10 Opnunarávarp: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
09:10 – 09:20 Ávarp: Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og formaður Arctic Mayors‘ Forum
09:20 – 09:35 Pétur Ásgeirsson sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða: Kynning á stefnu Íslands í málefnum norðurslóða
09:35 – 09:50 Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnu norðurslóða: Starf Íslandsdeildarinnar og þingmannaráðstefnunnar
09:50 – 10:05 Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands: Kynning á verkefninu, verkáætlun, tímaáætlun og þemahópum
10:05 – 10:30 Kaffihlé
10:30 – 12:00 Pallborð: umræður og kynning á þemahópum um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.
A. Alþjóðlegt samstarf og skuldbindingar; B. Loftslagsbreytingar, vistkerfi og mengunarvarnir; C. Samfélag og innviðir; D. Uppbygging og framlag til málefna norðurslóða; E. Leit og björgun, fjarskipti, björgunarklasi
12:00 – 13:00 Hádegisverður
13:00 – 13:20 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti (tbc)
13:20 – 13:35 Heiðar Guðjónsson, formaður Norðurslóðaviðskiptaráðs Íslands: Norðurslóðaviðskiptaráðið
13:35 – 14:50 Hugarflug um aðgerðir og forgangsröðun
14:50 – 15:20 Kaffihlé
15:20 – 15:30 Samantekt, Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands
15:30 – 16:00 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, fv. forseti Íslands: Ísland á norðurslóðum, framtíðarsýn
Fundarstjóri: Sigríður Huld Blöndal, sérfræðingur, utanríkisráðuneyti
Spurningum má vísa til Sveinbjargar Smáradóttur hjá Norðurslóðaneti Íslands: sveinbjorgs@arcticiceland.is