Það styttist í stóra daginn – Steikarkvöldverður AMÍS

Það verður sannarlega ánægjulegt að taka á móti gestum á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. september n.k. kl. 19:00.

Eins og fram hefur komið þá munum við huga vel að sóttvörnum og ætlum okkar að ganga fram með góðu fordæmi.

Tónlistarkonan Guðrún Árný verður í hlutverki syngjandi veislustjóra og Björn Bragi mætir með uppistand. Þegar líða tekur á kvöldið keyrum við upp stuð og stemningu við borðin og fáum heimsókn frá Frikka Dór, Jóni Ólafs ásamt Regínu Ósk og Stebba Hilmars sem loka kvöldinu.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100