Nú er komið að því…..
Laugardaginn 11.9.2021 er komið að New York steikarkvöldverði Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.
Dagskráin er ekki að verri endanum og við lofum góðri skemmtun.
Veislustjórn fer að þessu sinni mestmegnis fram við flygilinn þar sem Guðrún Árný leikur og syngur ljúfa tóna, Björn Bragi mætir með brakandi ferskt uppistand auk þess sem við lofum glænýjum leynigesti. Að loknu borðhaldi mætir stórhljómsveit Jóns Ólafssonar á svið ásamt Stebba Hilmars og fleiri gestum.
Miðaverð helst óbreytt milli ára, 18.900 kr. á mann og sem fyrr eru einungis seld borð, en ekki stakir miðar. Innifalið er fordrykkur, þriggja rétta matseðill, sem matreiðslumeistarar Hilton hafa sett saman, skemmtiatriði, leynigestur, hljómsveit og ball.
Við hlökkum til að eiga með ykkur grímulausa skemmtun þar sem við gleymum nándarmörkum og fáum loks útrás fyrir uppsafnaða samkomuþörf. Tryggðu þér borð í tíma því uppselt hefur verið á þennan skemmtilega viðburð undanfarin ár.
Vinsamlega athugið að einungis félagsmenn geta bókað borð. Allar pantanir borða eru staðfestar með greiðslu. Miðar fást ekki endurgreiddir.
Hægt er að tryggja sér borð hér.