Bókaverðlaun FRIS 2021

Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir bókaverðlaunum 2021 og hefur ráðið tilnefnt fjórar franskar frumkvöðlabækur í sína fyrstu samkeppni. 

Bæk­urn­ar sem voru til­nefnd­ar voru m.a. samd­ar af rit­höf­und­un­um Sé­bastien de Lafond og Jean-Marc Ru­delle. Tilnefndu bækurnar eru mjög ólík­ar en eiga samt þrennt sam­eig­in­legt, „að kunna að snúa dæm­inu við nokkr­um sinn­um, elta tæki­fær­in og taka þátt.“

Bóka­verðlaun FRIS eru sett á lagg­irn­ar til hvatn­ing­ar að at­vinnu­sköp­un, frum­kvöðla­upp­bygg­ingu, ný­sköp­un­ar og að vekja traust á framtíðinni þrátt fyr­ir erfitt ástand í heim­in­um.

Dóm­nefnd keppn­inn­ar er skipuð sjö virtum þátt­tak­enda fransks þjóðfé­lags, þar á meðal Soniu Arrou­as for­seta viðskipta­dóm­stóls­ins í Evry.

Vinn­ings­haf­inn verður til­kynnt­ur þann 23. júní við hátíðlega at­höfn í ís­lenska sendi­ráðinu í Par­ís. Sig­ur­veg­ar­an­um verður boðið til Reykja­vík­ur í haust til að hitta frum­kvöðla, út­gáfu­fyr­ir­tæki, viðskipta­fræðinema og kenn­ara í Há­skól­an­um í Reykja­vík sem og félagsmenn FRIS á Íslandi.  

Fransk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100