100 dagar með Biden

Þegar Joe Biden tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna lá fyrir langur verkefnalisti. Meðal þeirra mála sem nýr forseti vildi leggja áherslu á var baráttan við heimsfaraldurinn og auknar bólusetningar Bandaríkjamanna, öflugar aðgerðir til að ná hröðum efnahagslegum bata, endurskoðun á loftlagsstefnu Bandaríkjanna, sem og á hernaðarlegum umsvifum Bandaríkjanna.

Á morgunfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins 28. apríl 2021 (sem var streymt sökum samkomutakmarkana) fjallaði þríeykið okkar góða, Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor, Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri og Ragnheiður Elín Árnadóttir, stjórnarmaður í AMÍS, um stöðuna, árangurinn og lögðu mat á áhrifin sem stefna forsetans og fyrstu 100 dagar hans í embætti höfðu haft á íslenska hagkerfið.

Sérstakur gestur fundarins var Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair og stjórnarmaður í AMÍS.

Hægt er að sjá myndir frá streymisfundi hér.

Hægt er að horfa á fundinn hér.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100