Alþjóða viðskiptaráðin; Fransk-íslenska, Ítalsk-íslenska og Spænsk-íslenska, bjóða til streymisfundar um Ísland sem áfangastað 21. apríl n.k. kl. 9:00. Á fundinum verður farið yfir styrkleika og tækifæri Íslands sem ferðamannalands fyrir lykilmarkaði í Suður-Evrópu; Frakkland, Ítalíu og Spán.
Erik Biard, framkvæmdastjóri Islands Tours í Frakklandi, Eva Bretos Cano, framkvæmdastjóri Disvocer the World á Spáni og Gianbattista Sassera, framkvæmdastjóri Discover the World á Ítalíu, munu ræða þróun og möguleika á viðkomandi mörkuðum og taka við spurningum í framhaldi af kynningum.
Á fundinum gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu og afleiddum greinum bæði á Íslandi og í Suður-Evrópu kjörið tækifæri til að fá ítarlegar upplýsingar og greiningar frá sérfræðingum með áratugareynslu í markaðssetningu og sölu Íslandsferða.
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA stýrir fundi. Skráning á fundinn er hér.