Sjálfbær stefnumörkun

Á opnum streymisfundi Þýsk-íslenska í þann 25. mars flutti David Quass, (Global Director Brand Susatainability for Adidas) erindi um sjálfbæra stefnumörkun. David hefur í átta ár leitt nýusköpunardrifna viðskiptaþróun hjá Adidas með sjálfbærni að leiðarljósi Starf hans er fólgið í því að setja fram vegvísi sjálfbærrar stefnumörkunar fyrir Adidas vörumerkið og setja vistvænar vörður í nýsköpunarferli fyrirtækisins. Þá ber hann einnig ábyrgð á hringrásarferli Adidas sem nær frá hönnun og framleiðslu til enda líftíma hverrar vöru.

David nálgaðist viðfangsefnið á skynsaman hátt og svaraði vel góðum spurningum þátttakenda. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að halda einbeitingu í sjálfbærni vegferðinni því ótrúlega mikið sé til af upplýsingum, efni og ráðgjöf. Hann benti einnig á að Adidas starfar í alþjóðlegu umhverfi á neytendamarkaði sem gefur beina leið að viðskiptavinum og í því ljósi verður sýnin oft skýrari. Öll framleiðsla skilur eftir sig fótspor en til að lágmarka það er mikilvægt að skoða hringrásarferlið frá upphafi til enda því það sé ekki sjálfsagt að frammistaða vörunnar og sjálfbærni haldist í hendur eins og Adidas hefur að leiðarljósi.

Fyrir þá sem vildu fræðast betur um efnið lagði hann til eftirfarandi:

United Nation Sustainable Development Goals: https://sdgs.un.org/goals and Global Sustainable Development Reports: https://sustainabledevelopment.un.org/globalsdreport/
Fashion for Good: https://fashionforgood.com/
Reimagining Capitalism by Rebecca M. Hendersson: https://rebeccahenderson.com/

Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér.

Hægt er að sjá myndir frá viðburði hér.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100