Nordic Ice Drinks – Bjórsmökkun í netheimum

Bresk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir bjórsmökkun í samstarfi við Bruggsmiðjuna Kalda þann 10. desember n.k. kl. 18:00-19:30. Öllum áhugasömum er velkomið að taka þátt.

Viðburðurinn fer fram á ensku. Um er að ræða skemmtikvöld í netheimum fyrir bæði íslenskt og breskt bjóráhugafólk. 

Yfirbruggari, Sigurður Bragi Ólafsson, mun stýra smökkuninni með okkur í netheimum og segja sögur af framleiðslu og þróun þeirra fjögurra bjórtegunda sem eru í smakk-pakkanum þ.e. Jóla Kaldi, Jóla Kaldi Léttöl, Súkkulaði Porter og Kaldi Triple.

Stefán Pálsson fer yfir sögu bjórs á Íslandi og mikilvægi hans í íslenskri menningu í stuttu og skemmtilegu máli. Stefán er annar höfundur Bjórbókarinnar auk þess sem hann var kennari í Bjórskólanum.

Pakki:
Bjórglas kostar 4.500 kr. en pakkanum fylgir:

  • Jóla Kaldi
  • Jóla Kaldi Léttöl
  • Súkkulaði Porter
  • Kaldi Triple (9% alk) 

Afhending:
Ganga þarf frá kaupum á miða á tix.is fyrir 29. nóvember n.k. Pakkann getur þú fengið sendan heim að dyrum eða sótt hann á næsta pósthús. 

Verð á bjórglasi og skemmtun:
4.500 kr.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100