Forsetakosningar 2020

Mikil spenna ríkir í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fram fara eftir nokkra daga. Við hjá AMIS höfum fengið til liðs við okkur tvo góða sérfræðinga, Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor og Friðjón Friðjónsson, almannatengil til að rýna í stöðuna, framboðin tvö, frambjóðendurna, áhrif á bandarískt samfélag og ekki síst á forystuhlutverk Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Viðburði er streymt hér.