Fullt var út úr dyrum á hádegisfundi Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins þar sem Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Eimskips og Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu- og viðskiptastýringar Eimskips gáfu innsýn í samstarf félagsins og Royal Arctic Line. Mikil tækifæri skapast fyrir aukin viðskipti milli þjóðanna með styttri flutningatíma og tíðari ferðum.