Aðalfundur Amerísk-íslenska 2020

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið boðar til aðalfundar fimmtudaginn 28. maí n.k. kl. 12:00-12:30 í Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar verður í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur
  3. Kosning formanns
  4. Kosning stjórnarmanna
  5. Kosning endurskoðanda
  6. Kynning á fjáragasáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
  7. Breytingar á samþykktum – breytingartillaga liggur fyrir
  8. Önnur mál

Félagar sem hyggjast bjóða sig fram til stjórnarsetu í ráðinu skulu tilkynna formanni eða framkvæmdastjóra það a.m.k. 2 vikum fyrir auglýstan aðalfund.

Stjórn ráðsins leggur til eina breytingu á 9. gr. samþykkta ráðsins sem lýtur að boðun aðalfundur.

9.gr. orðist eftirleiðis:

Aðalfund ber að halda eigi síðar en í september á hverju ári. Boðað skal til aðalfundar á tryggilegan og skriflegan hátt með minnst 2 vikna fyrirvara. Boðun með tölvupósti og/eða með tilkynningu á vefsíðu ráðsins er talin fullnægjandi.

Stjórn ráðsins getur boðað til félagsfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Dagskrá skal fylgja aðalfundarboði ásamt tillögum um breytingar á samþykktum ef einhverjar eru. Aðalfundur er lögmætur ef boðað er til hans í samræmi við samþykktir félagsins.

Var:

Aðalfund ber að halda eigi síðar en í maí á hverju ári. Boðað skal til aðalfundar á tryggilegan og skriflegan hátt með minnst 4 vikna fyrirvara. Boðun með tölvupósti og/eða með tilkynningu á vefsíðu ráðsins er talin fullnægjandi.

Stjórn ráðsins getur boðað til félagsfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara.

Dagskrá skal fylgja aðalfundarboði ásamt tillögum um breytingar á samþykktum ef einhverjar eru. Aðalfundur er lögmætur ef boðað er til hans í samræmi við samþykktir félagsins.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100