Aðalfundur Fransk-íslenska 2020

Fransk-íslenska viðskiptaráðið boðar til aðalfundar fimmtudaginn 14. maí 2020 n.k. í Borgartúni 35, kl. 11:00-12:00 GMT (13:00 – 14:00 að frönskum tíma).

Fundurinn verður haldinn í gegnum Microsoft Teams fjarfundarbúnað eins og nánar kemur fram í fundarboði.

Dagskrá aðalfundar verður í samræmi við 7. gr. samþykkta félagsins sem hér segir:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra
  3. Kosning ritara
  4. Umfjöllun um skýrslu stjórnar
  5. Ársreikningar ráðsins lagðir fram til samþykktar
  6. Lagabreytingar
  7. Stjórnarkjör
  8. Kosning eins endurskoðanda
  9. Félagsgjöld

Vinsamlegast skráið þátttöku hér. 

Fyrir hönd stjórnar Fransk-íslenska viðskiptaráðsins,

Baldvin Björn Haraldsson

Fransk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100