Veröld - hús Vigdísar, 6.-31. janúar. Opið virka daga kl. 9:00-17:00.
Sýningin Inuit Qaujimajatuqangit: List, arkitektúr og hefðbundin þekking er afrakstur samkeppni sem haldin var meðal Inúíta á Inuit Nunangat svæðinu í Kanada, um listskreytingar fyrir nýju Kanadísku Norðurslóða Rannsóknarmiðstöðina (CHARS) í Ikaluktutiak í Kanada. Til sýnis eru fimmtíu verk sem valin voru af innsendum tillögum og unnin eru undir yfirskriftinni Tímalaus sköpunargleði Inúíta í fortíð og nútíð, og er ætlað að varpa ljósi á samband hefðbundinnar þekkingar Inúíta við tækni og vísindi heimsins í dag. Sýningin er haldin í samstarfi við Sendiráð Kanada á Íslandi.
Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-5 í Veröld – húsi Vigdísar, 6.-31. janúar 2020.
Aðgangur er ókeypis. Sækja má sýningaskrá hér.