Hádegisfyrirlestur: Vinnurými og vellíðan á vinnustað

Samtök verslunar og þjónustu og Fransk-íslenska viðskiptaráðið bjóða til hádegisfyrirlestrar með Caroline Chéron, innanhússstílista. Caroline er frönsk og tók sig til fyrir um einu og hálfu ári síðan og flutti til Íslands með eiginmanni og þremur börnum og rekur nú hönnunarstúdíóið Bonjour á Óðinsgötu. 

Caroline vinnur bæði fyrir heimili og fyrirtæki og hefur unnið með fjölda fyrirtækja að því að bæta vinnurými til að auka vellíðan starfsmanna og viðskiptavina. Hún var fyrsti gesturinn í hlaðvarpi Litla Íslands þar sem hún talaði um hvernig litrík, vel hönnuð og skipulögð starfsrými geta stuðlað að vellíðan á vinnustað, bættum samskiptum, aukinni framleiðni, sköpun o.fl. 

Þú getur hlustað á hlaðvarpið hér. 

Okkur hjá SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðinu fannst tilvalið að fá hana til okkar til að segja okkur betur frá því hvað félagsmenn okkar geta gert til að bæta vinnustaði sína - en ekki síður til að sýna okkur það því myndir segja jú meira en mörg orð, ekki síst þegar umræðuefnið er hönnunartengt. 

Fundurinn fer fram í Hyl, á fyrstu hæð Húss atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 12:00-13:00 og verða léttar veitingar í boði.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 

Skráning fer fram hér.