San Francisco 3.-6. nóvember 2019

Sérlega áhugaverð ferð Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins, í samvinnu við IACC og Aðalræðisskrifstofu Íslands í N.Y. var farin til San Francisco 3.-6. nóvember. Markmið ferðarinnar var meðal annars að fræðast um efnahagsþróun í Bandaríkjunum, fá innsýn í þróun og tækifæri sem felast í gervigreind á sviðum rekstrar, sölu og markaðsmálum og síðast en ekki síst að efla tengsl við fjárfesta í San Francisco og Silicon Valley. Eftirfarandi aðilar voru heimsóttir; University of California í Berkeley, Google, Facebook, Salesforce, Deloitte og Lateral Investment. Íslendingunum Jóni Steinssyni og Margréti Harðardóttur eru færðar sérstakar þakkir fyrir að taka einstaklega vel á móti löndum sínum, en rúmlega 40 manns tóku þátt í ferðinni sem utanríkisráðherra hr. Guðlaugur Þór Þórðarson leiddi.

Hægt er að skoða myndir frá ferðinni hér.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100