Rússnesk-íslenskt viðskiptaráð tók formlega til starfa þann 1. nóvember 2019, en það er fjórtánda alþjóðlega viðskiptaráðið sem starfar með heimilisfesti hjá Viðskiptaráði Íslands. Stofnfundur ráðsins fór fram í Sendiráði Rússlands á Íslandi.Markmið Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins er að efla og styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev, komu saman ásamt stjórn og stofnendum ráðsins til að leggja áherslu á mikilvægi samskipta landanna.
Myndir frá stofnfundinum má sjá hér.