Amerísk-íslenska viðskiptaráðið heldur upp á Dag Leifs Eiríkssonar þann 9. október á ári hverju með atburð fyrir félagsmenn.
Í ár komu tveir sérfræðingar til að fjalla um stöðuna í bandarískum stjórnmálum, þeir David Livingston frá Atlantic Council og Albert Jónsson stjórnmálafræðingur og f.v. sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
Livingston gaf góða innsýn í hvers ber að vænta í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum og Albert Jónsson rýndi í stöðuna í bandarískum stjórnmálum út frá sjónarhorni Íslands og íslenskra hagsmuna.
Þökkum þeim sem og gestum kærlega fyrir vel heppnaðan hádegisverðarfund.