Dagur Leifs Eiríkssonar – Amerísk stjórnmál og borgari

Forseti Bandaríkjanna hefur á hverju ári frá 1964 lýst 9. október sem „Leif Eriksson Day" og gefið út yfirlýsingu (e. Proclamation) af því tilefni, þar sem fagnað er tengslum Ameríku og Íslands sem og hinna Norðurlandanna. AMÍS hefur haldið upp á þennan dag á hverju ári með atburði fyrir félagsmenn.

Í ár höfum við fengið tvo sérfræðinga til að fjalla um bandarísk stjórnmál á hádegisverðarfundi:

David Livingston kemur frá Atlantic Council sem er bandarísk hugveita með áherslu á samskipti ríkja beggja vegna Atlantshafs. David sinnir þar einkum orku- og viðskiptamálum, en hefur auk þess tekið beinan þátt í kosningastarfi þar í landi. Það er mikið um að vera í bandarískum stjórnmálum þessa dagana og David mun gefa félagsmönnum AMIS innsýn inn í það og hvers ber að vænta í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. 

Albert Jónsson er stjórnmálafræðingur og  fv. sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hann mun fjalla um stöðuna í bandarískum stjórnmálum, mögulegar breytingar sem fyrirsjáanlegar eru og rýna í stöðuna út frá sjónarhorni Íslands og íslenskra hagsmuna.

Fundurinn er haldinn Húsi Atvinnulífsins, jarðhæð 9. október og hefst kl. 12:00.  

Fundarstjóri:
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fv. ráðherra og stjórnarmaður í AMÍS

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn hér

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100