Golfmót Bresk-íslenska 2019

Bresk-íslenska viðskiptaráðið býður félagsmönnum að taka þátt í árlegu golfmóti sínu sem í ár verður haldið á einum glæsilegasta velli í Bretlandi, The Grove 24. maí n.k.

Bókið sem fyrst - takmarkaður fjöldi - fyrstur kemur fyrstur fær.
Verð: 47.500 ISK pr. mann, en æskilegt er að skrá holl (4 einstaklingar). Innifalið í verði er:

  • Einn hringur 
  • Glæsileg verðlaun
  • Drykkur fyrir hring
  • Kokteill fyrir kvöldverð og 
  • Þriggja rétta kvöldverður 

The Grove er einn glæsilegasti golfvöllur Englands hannaður af Kyle Phillis. Staðsetning Hótels er fullkomin, aðeins 20 mínútur frá Heathrow flugvelli og 30 mínútur frá miðborg Lundúna. Á hótelinu er þrír veitingastaðir, þrír barir, tvær sundlaugar, veislusalur, fullkomin líkamsræktarsalur og lúxus heilsulind.

Bresk-íslenska hefur tekið frá herbergi sem og flugsæti með Icelandair en nánari upplýsingar eru sendar út síðar. Allar nánari upplýsingar: sigrun@chamber.is

The Grove.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100