Stjórnarfundur AMIS

Nýafstaðinn er stjórnarfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og í samræmi við 1. mgr. 13. gr. samþykkta ráðsins þá sitja í stjórn formaður og 7 stjórnarmenn, sem kosnir skulu af aðalfundi til tveggja ára í senn á þann hátt að formaður og 3 stjórnarmenn skulu kjörnir annað árið en 4 stjórnarmenn hitt árið. Stjórnarsetan er persónubundin. Á fundinum að þessu sinni fór fram kosning fjögurra stjórnarmanna. Nýja stjórn ráðsins skipa:

Birkir Hólm Guðnason, Samskip, formaður

Ari Fenger, 1912

Ari Kristinn Jónsson, Háskólinn í Reykjavík

Birna Ósk Einarsdóttir, Icelandair

Margrét Sanders, Strategia

Pétur Þ. Óskarsson, Íslandsstofa

Ragnheiður Elín Árnadóttir f.v. ráðherra

Steinn Logi Björnsson.

AMIS þakkar fráfarandi stjórnarmönnum Gylfa Sigfússyni, Höllu Tómasdóttur og Sigsteini Grétarssyni fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100