Innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi

Japansk-íslenska viðskiptaráðið mun kynna nýstofnaðan ferðasjóð í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur 26. janúar n.k. milli 13:00 og 15:00.

Ferðasjóðurinn mun veita styrk fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér “Vinnudvöl ungs fólks í Japan og Íslandi” e. Working Holiday Visa en samkomulagið veitir tímabundin atvinnuréttindi í hvoru landi um sig og tók gildi 1. september s.l.

Ungt fólk er hvatt til að mæta og fá innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi.

Japansk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100