Hefðbundin bandarísk þakkargjörð

Félag Fulbright Styrkþega á Íslandi (FFSÍ) stendur fyrir Þakkargjörðarkvöldverði þann 17. nóvember 2018. Kvöldverðurinn er ekki einungis opinn íslenskum og bandarískum Fulbright styrkþegum, heldur öllum þeim sem hafa áhuga á að koma, en oft eru það þeir sem hafa einhver tengsl við Bandaríkin og vilja halda Þakkargjörðina hátíðlega. Kvöldverðurinn er haldinn í samvinnu við Fulbright stofnunina á Íslandi og bandaríska sendiráðið.

Eitt aðalmarkmið FFSÍ er að styðja við starfsemi Fulbright stofnunarinnar á Íslandi. Félagið safnar því í styrktarsjóð til að fjármagna náms- og rannsóknarstyrki í Bandaríkjunum og er kvöldverðurinn liður í þeirri fjáröflun. Haldið verður happdrætti þar sem kvöldverðargestir geta keypt sér miða og unnið ýmsa glæsilega vinninga frá okkar styrktaraðilum. Allur ágóðinn af happdrættinu rennur síðan til styrktarsjóðsins.

Þakkargjörðarhátíð Félags fyrrverandi Fulbright styrkþega verður haldin í veislusal Þróttar að Engjavegi 7. 

Hér getur þú keypt miða á þakkargjörðarhátíðina.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100