Dagur Leifs Eiríkssonar

Forseti Bandaríkjanna hefur á hverju ári frá 1964 lýst 9. október sem „Leif Eriksson Day“ og gefið út yfirlýsingu (e. Proclamation) af því tilefni þar sem fagnað er tengslum Ameríku og Íslands sem og hinna Norðurlandanna.   AMÍS hefur haldið uppá þennan dag á hverju ári með atburði fyrir félagsmenn.

Í ár höfum við fengið Ameríkuvininn, frumkvöðulinn og landkönnuðinn Tómas Tómasson frá Búllunni til að flytja erindi eins og honum einum er lagið. Ekki nóg með það, heldur fá allir fundargestir, Búlluhamborgara, franskar og sósu í hádegismat!

Fundurinn er haldinn Húsi Atvinnulífsins, jarðhæð og hefst kl. 12:00.  Gestir eru beðnir að mæta tímanlega því byrjað verður á matnum áður en Tómas heldur erindi sitt.

Fundarstjóri: Pétur Þ. Óskarsson, stjórnarmaður í AMÍS

Hægt er að kaupa miða hér.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100