Bíókvöld AMÍS í boði Sambíóa – A Star is Born

Sambíóin buðu félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó þann 4. október í Egilshöll á myndina A Star is Born.

A Star is Born fjallar um kvikmyndastjörnu sem hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu.

Með helstu hlutverk fara Bradley Cooper, Lady Gaga, Sam Elliott og Dave Chappelle.

Við þökkum SAMbíóin Egilshöll fyrir frábærar móttökur og virkilega góða mynd sem við getum sannarlega mælt með!