Upplýsingar um vinnudvöl ung fólks í Japan og Íslandi

Samkomulagið um tímabundin atvinnuréttindi í Japan og á Íslandi sem tók gildi þann 1. september 2018 gerir ungu fólki kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi og taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. 

Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Sendiráðs Japans (fyrir íslenska ríkisborgara) og á vef Útlendingastofnunar (fyrir japanska ríkisborgara). Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. Fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi.

Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið.

Japansk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100