Bandaríkjaforseti hefur útnefnt nýjan sendiherra á Íslandi

Forseti Bandaríkjanna hefur útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu sem segir að Kaliforníubúinn og læknirinn Dr. Gunter muni taka við embættinu. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár.

Dr. Jeffrey Ross Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Í frétt á vef Washington Times segir að Gunter hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega.

Þá virðist Gunter vera tungumálamaður en í frétt Washington Times segir að hann tali auk ensku, spænsku, frönsku og hollensku.

Millilandaráðin

Millilandaráðin & The Bilateral Chambers

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35

105 Reykjavík

Hafa samband / Contact

bilateral@chamber.is

+354 510 7100