Vinnudvöl ungs fólks í Japan og á Íslandi

Á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, með Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, 29. maí sl., var staðfest samkomulag um tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks í Japan og á Íslandi. Samkomulagið mun efla mjög viðskiptasamband ríkjanna með því að gefa ungu fólki frá báðum löndum tækifæri á því að kynnast atvinnulífi landanna. Nú þegar styðja japanska og íslenska ríkið ásamt þarlendum háskólum rausnarlega við unga námsmenn.

Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur, Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking, Takanawa, Viðskiptaráð Íslands, Íslenska viðskiptaráðið í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðið, ákváðu í gær, 31. maí 2018, að leita leiða við að styðja við ungt fólk sem nýta mun nýgerðan samning Íslands og Japans um tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks. Það verður m.a. gert með því að leggja til fjármuni í ferðasjóð, en ofangreindir aðilar hafa nú þegar staðfest að setja samtals 1.600.000 kr. í sjóðinn. Leitast verður eftir að efla sjóðinn enn frekar með framlögum frá áhugasömum fyrirtækjum.

Yfirlýsinguna má lesa hér í heild sinni.

Japansk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100