Viðskiptasendinefnd til Chicago 29. apríl – 2. maí

EFST Á BAUGI VESTANHAFS

Viðskiptasendinefnd til Chicago 29. apríl – 2. maí

AMÍS, Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Chicago í samstarfi við Íslensk-ameríska viðskiptaráðið og viðskiptafulltrúa Íslands í Norður – Ameríku. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í þessu mikilvægasta hagkerfi heims.

Í ferðinni munum við heimsækja áhugaverð fyrirtæki og eiga fróðlega fundi. Með í för verður, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Meðal dagskrárliða:

Citibank, Chicago Mercantile Group, Mayer Brown LLP, Chicago Council on Global Affairs, mHUB og fleiri áhugaverð fyrirtæki. Einnig er stefnt að því að sjá leik með Chicago Cubs.

Hópurinn mun jafnframt heyra frá sérfræðingum á borð við Charlie Reinhard, Chief Investment Strategist for North America Citibank og Duane W. Layton, Global Head of International Trade, Mayer Brown LLP og fleirum.

Skráning stendur yfir hér og félagar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda – í fyrra var uppselt.

Hver og einn þátttakandi bókar flug & hótel fyrir sig í gegnum bókunarnúmer hópsins (sjá neðar). Þátttökugjaldið í ferðina fyrir AMÍS félaga er 63.000 kr. og 20.000 kr. fyrir maka. Innifalið í dagskrárgjaldi er hádegisverður báða daga, morgunverður og kvöldverður síðari daginn, akstur sem tekur mið af dagskránni og annað sem fellur til við dagskrárhluta. Nánari upplýsingar hjá sigrun@chamber.is 

FLUG:

Við höfum tekið frá sæti í flug með Icelandair og er kostnaður  73.200 kr.

Hér má fara inn og slá númer hópsins 3720.

Þar er hægt að ganga frá greiðslu ferðar með kortum og gjafabréfum. Þeir sem ætla að nota Vildarpunkta Icelandair til að greiða upp í ferðina breyta Vildarpunktunum sínum í Saga Club gjafabréf áður en farið er inn á númer hópsins. Innifalið í verði er 1 taska, 23 kg og handfarangur 10 kg.

GISTING:

Við höfum tekið frá gistingu á The Drake Hotel í Chicago 29. apríl – 2.maí:
Verð: 209 USD pr. nóttin auk skatta.

Hér má fara inn og bóka herbergi en einnig er hægt að hringja inn 1-800-55-DRAKE og gefa upp kóðann AIC. Lokafrestur til að ganga frá herbergi er 30. mars n.k.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100