Í tilefni af frönsku nýsköpunarvikunni á Íslandi (French Innovation Week) kemur Olivier Crouzet, kennslustjóri School 42, til landsins og leiðir okkur í allan sannleikann um aðferðafræði skólans. Fyrirlesturinn er opinn öllum þann 15. febrúar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 24, frá 12:00 - 13:15. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra flytur opnunarávarp og fundarstjóri er Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Ókeypis er á fyrirlesturinn en nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir áætlun veitinga: http://bit.ly/2DVOUrP
Hádegisfyrirlesturinn er í boði Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, Viðskiptaráðs Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Icelandic Startups og Franska sendiráðsins á Íslandi.
Nánar:
https://www.42.us.org/
https://www.youtube.com/watch?v=KoJqAexpTPM
School 42 byggir á róttækri hugmyndafræði um menntun þar sem frumkvöðlar framtíðarinnar vinna saman að forritunar- og tækniverkefnum án þess að hlýða á kennslu og án þess að taka próf. Þessi nýsköpun í kennslu byggir á því að nemendur finna út úr hlutunum sjálfir í litlum hópum og taka fulla ábyrgð á eigin námsframvindu. Framhaldsskólapróf er ekki forsenda inntöku í námið og lokatakmarkið er ekki útskrift, heldur að öðlast færni sem gagnast í síbreytilegu tækniumhverfi.