Sendinefnd frá Kanaríeyjum

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið tók á móti sendinefnd frá Kanaríeyjum 3.-6. september síðast liðin, en lögð var áhersla á stafræna og umhverfisvæna þróun. Markmiðið var og er að sækja þekkingu til íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu auk þess að styrkja viðskiptatengsl eyjanna við Ísland.

Heilbrigðisráðherra, hr. Willum Þór Þórsson, og  umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hr. Guðlaugur Þór Þórsson hittu starfsbræður sína ásamt fylgdarliði.

Boðið var upp örkynningar í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofu, Samtök iðnaðarins, Samorku og Grænvang sem og einstaka viðskiptarfundi í framhaldinu. Vel var tekið á móti hópnum  í Auðlindagarðinum – HS Orku auk þess sem Vestmannaeyja voru heimsóttar, en  þar tók bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar á móti gestum í Eldheimum.

Hægt er að sjá myndir frá viðburði hér en einnig eru ítarlegri upplýsingar á ensku hér.

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100